nýtt/blogg

Vestfirðir 6- 7 des. í boði foreldrafélags Bíldudals.

Dúó Stemma brunaði út á flugvöll um 10 leytið. Flugfélagið Ernir sá um að koma okkur til Bíldudals í dásemdar-dýrðarinnar veðri. Landið var fagurt og bleikt! ..fannhvítir tindarnir á Vestfirsku ölpunum tóku á móti  okkur  með opnum örmum. Á flugvellinum beið Helgi Hjálmtýsson..maðurinn á bak við ævintýrið. Hann sótti um í  hina ýmsu sjóði fyrir okkur fyrir hönd foreldrafélags Bíldudals og þarna vorum við komin með steinana kjálkann og öll hin hljóðfærin!. Hann var semsagt mættur á jeppa með nagladekkjum. Snjóleysið kom okkur Steef á óvart ..við keyrðum eftir Arnarfirðinum..(Hryggjarfirði ??..áhrif frá Keltum?) Stoppuðum aðeins í Reykjafirði og kíktum á sundlaugina sem lúrir þarna í fjöruborðinu..verst að vera ekki með sundföt. Við héldum upp á Tröllahálsinn og niður Penningsdal..glæra var á veginum en Helgi var hvergi banginn og við skíðuðum niður brekkurnar eins og ekkert væri….Birkimelur  á Barðaströnd var fyrsti tónleikastaður okkar. Börnin voru ekki mörg..ein átta mættu prúð í fasi og svo komu bara allir sem vettlingi gátu valdið úr sveitinni. Dásamleg stemning myndaðist og við Steef gleymdum okkur og héldum klst tónleika. Pökkuðum saman í flýti þegar við uppgötvuðum að á Patreksfirði biði okkar heill skóli. Helgi steig bensínið í botn og við héldum á Kleifarheiðina og veifuðum Kleifarbúanum sem stóð freðinn upp á háheiðinni. ..það var nú annað en þegar við hittum hann í sumar. Börnin höfðu beðið eftir okkur ..sem betur fer og við Steef rúlluðum upp góðri sýningu. Okkur var tekið afskaplega vel af öllum leikskólabörnum og ..upp úr. Nú var farið að skyggja og við brunuðum til Bíldudals. Logn og stilla stjörnubjartur himinn..það gerist ekki fegurra hér á norðurhjara veraldar. Helgi keyrði okkur um bæinn og þar sem hann er með vinnuaðstöðu í Skrímslasafninu…verksmiðjunum þar sem Bíldudals grænar baunir uxu..sýndi hann okkur safnið sisvona. Ótrúleg andrúmsloft…eins og ganga inn í Hogwartskólann. Áhugavert voru viðtöl við fjöldamarga íslendinga sem höfðu séð skrýmsli…ég meina ALVÖRU skrýmsli úr sjónum!  Helgi keyrði okkur heim..og afhendi okkur lykla að fínni íbúð í einu blokkinni í bænum. Við Steef fengum okkur göngutúr og stefndum inn í Ketildali (  Selárdal til Gísla á Uppsölum..) ..eða þannig..við snerum fljótlega við ..við bæjarmörkin því það var þreifandi myrkur og ég sá heilu skrýmslahópana…nei ekki alveg..við stöldruðum við og nutum sjávargjálfursins og ég er viss um að ég hafi heyrt í einum Stelk!!  Helgi er giftur Ástu presti á Bíldudal og dóttir þeirra, Svanhildur var á Dvergasteini og í Vesturbæjarskóla með Tómasi f. 2 árum. Við vorum boðin í mat til þeirra um kvöldið. Það var yndælt og síðan þurftu þau hjón að bregða sér frá á æfingu á helgileik sem átti að flytja næsta kvöld í kirkjunni. Við Steef sátum bara eftir og ræddum við móður Ástu og gæddum okkur á konfekti úr skálum eftir Margréti Jóns. Örþreytt en ánægð með dagsverkið héldum við “heim” í blokk og náðum einum “new tricks” sakamálaþætti fyrir svefninn.

þriðjudagur 7 des.

Vöknuðum upp úr kl. 7. Helgi var mættur á jeppanum skömmu síðar og við héldum yfir heiðina til Tálknafjarðar. Þar komu allir skólakrakkar Tálknafjarðar í kirkjuna kl. 8.30 til að hlýða á Dúó Stemmu. Mikil stemning og ánægjulegir krakkar. Það var niðamyrkur…eins og um nótt þegar við flengdumst aftur með Helga..aftur yfir Hálfdán og nú voru það síðustu tónleikarnir okkar í þessari ferð. Bíldudalsbörnin sjálf. Við skelltum upp hljóðfærunum í einn kennslustofunni sem var troðfull af börnum á ÖLLUM aldri ..kennurum og öðru áhugafólki.ss Ástu presti og mömmu hennar. Allir ánægðir og glaðir þegar við stormuðum út á Öxar við ána. Nú var stutt í flug svo við hentum öllu niður og kvöddum í flýti…hefðum betur slakað á..því seinkun var á flugi …tæplega klst. En allt gekk upp og við kvöddum Helga með virktum..enn eitt ævintýrið með Dúó Stemma í höfn!

Grænlandsferð.

22.nóv.

Nóttin var svolítið eirðarlaus..það var svo hriikalega hvasst…og ég fór að hafa áhyggjur…..af heimferðinni. En það voru óþarfa áhyggjur, eins og flestar áhyggjur,… Þetta varð eini vindlausi dagurinn okkar í  Nuuk.  Leise hringdi kl. 09…við urðum að losa lejlighedina okkar fyrir kl. 10.00…við á fullt að troða öllu í ferðatöskurnar og á mínútunni 10.00 kom bensinn og Leise. Hún keyrði okkur heim til sín og þar lögðumst við á ísbjarnarfeld og slökuðum á . Um hádegisbilið hringdi Krissa, búin að kjósa fyrir stjórnlagaþing og fól okkur það mikilvæga verkefni að koma atkvæðunum sínum  heim…til Íslands..í kvöld! Við hittum hana á  vores kaffihús og náðum að kryfja mörg málefnin…kvöddum hana með virktum og hlökkum til að hitta hana næst..væntanlega á Íslandi. Við skunduðum niður í Katuaq þar beið Katja okkar hjá Napa og tók viðtal við okkur…um þessa lífsreynslu. Þetta mun svo birtast á þeirra síðu og á öðrum alþjóðavettvangi…gaman gaman.!  Fyrir utan norræna húsið er verið að sprengja fyrir nýju húsi…verslunarmiðstöð…þeir þurfa að sprengja og sprengja til að búa til undirstöður og Steef var með upptökutækið …og getið hvað?….hann náði sprengjuhljóði. Hvar sem við göngum um Nuuk koma krakkar til okkar..brosa og jafnvel heilsa okkur með handabandi….oooo það er svooo sætt!Gengum aðeins um og sáum síðustu geisla sólarinnar hverfa í hafið…himininn var rauður og gullin…dásamleg kveðjustund. Nú erum við komin heim til Leise og borðum spagettí eftir augnablik….það leit nú ekki vel út fyrir örfáum mínútum…því það kviknaði í hárinu á mér…sat hér við bloggskriftir með kertaljós í hnakkanum….tja…Steef réðst á mig og …allt fór vel!  Eftir mat keyrir Leise okkur á völlinn og við munum troða eyrnatöppum í eyrun og vonandi ná einhverjum svefni…Við lendum um 04.30 og svo er Sinfóæfing kl. 9.30!  Fráááábæru ferðalagi er að ljúka og lífsreynslu sem mun fylgja okkur alla tíð…vonandi er þetta bara byrjunin á..Worldtour Dúó Stemmu”  Ég þakka þeim sem lásu…hafið góðar stundir.

21 nóv.

Dreymdi að ég væri í brúðkaupi Friðriks danakrónprins og Mary…með Jónatani og Krissu…það var rosa gaman…þangað til Steef vakti mig …! Við, í þvílíku letikasti, horfðum á breskan sakamálaþátt eins og þeir gerast bestir. Um 12 leytið var bakpokinn axlaður og við af stað…á listasafnið í Nuuk.  Sáum þar m.a. verk eftir vin okkar Miki Jakobsen sem er grænlands-ambassador í þessu samstarfsverkefni…hann er nú staddur í Danmörku svo við gátum ekki heimsótt hann…því miður. Það var frábært að reika um safnið og sjá fullt af myndum eftir E. Petersen sem málaði yfir 2000 myndir af Grænlandi og Inuítum á þarsíðustu öld..1850-1950. Maður verður bara dáleiddur af litunum og rómantíkinni sem felst í málverkunum. Gengum á eftir upp á aðra hamraborgina sem við gengum upp á í gær…nú var 10 stiga hiti og allur snjór farinn…við urðum að sjá breytingarnar! OG sjá!!!..allur snjór farinn og stöðuvatnið sem var ísilagt í gær var bert í dag! Rautt krækiberja lyng út um allt og við með flaksandi úlpur því hitinn var að kæfa okkur!  Gengum niður að Katuaq og skoðuðum áhugaverðar sýningar sem þar eru…m.a. um sjálfsvitund grænlendinga í dag….sem er mjög sterk! .og viðtöl við fólk frá Kulusuuk sem upplifði herstöðina þar… ofl. . Við Steef rákum auga í jeppa sem á stóð ” fucking Greenpeace”…og við fórum að hlæja……þegar maður hefur verið í Grænlandi í viku…fer maður að skilja samhengi hlutanna…það þýðir ekki að ráðast á ævigamla veiðimannaþjóð…og segja þeim að hætta að veiða seli…það hljómar ferlega hallærislega…við hlógum að vitleysunni í okkar kynstofni….Jæja  jæja…í kvöld fórum við í grænlenskt lamb og danskt jólakonfekt til Leise (framkvæmdastjóra Norræna hússins)  og Stine (konu hennar ). Enn eitt frááábært kvöldið hér í Nuuk…góður matur og frábær selskapur. Gengum heim í hnjúkaþey…snjórinnn farinn og vor í lofti?? Það er eitthvað skrýtið í gangi!!!!  Síðasta nóttin okkar í Grænlandi …í bili…ég enda þó þessa ferðafrásögn á morgunn…þegar við verðum komin heim…um miðja nótt!!

20.nóv

Það var árið 1996 þegar ég vaknaði síðast og hugsaði “hvað ætti ég eiginlega að gera í dag??” .þetta sumsé endurtók sig í morgunn! Dúó Stemma er komin í þriggja daga frí og finnur sér ábyggilega eitthvað að gera!  Við vorum í fyrsta lagi afskaplega glöð með að það að hafa getað sofið út…því að um miðnætti í gær breyttist þessi lúxusblokk sem við búum í …í hasar partýstað!  Grænlenskt rokk og ról…og mikið húllum hæ. Við Steef tróðum vattskífum í eyrun og sofnuðum að lokum…eftir að sírenur úr löggubíl höfðu slegið allt út.. Jæja ..við borðuðum danskan froskost og á meðan las Steef upp úr  Wikipediu um  Grænland…Inuíta.. Norræna menn og  svo Hans Egede..”grænlenska postulann”…sem plantaði sér hér í Nuuk. Ég verð að nefna eitt sérstaklega …á þeim tímum sem Hans kom (1721) þá lifðu inúítar góðu lífi…á landsins afurðum…selum fiski hval ….þeir þekktu ekki brauð… nú nú þegar Hans kom í sínu kristniboðsstuði þá lærði hann grænlensku til að komast inn á dekk…og auðvitað þýddi hann alla kristilega texta á grænlensku þegar hann var orðinn klár í málinu…en það poppuðu upp ýmis vandamál..” gef oss í dag vort daglegt brauð” segir í heilagri ritningu…brauð hvað???……..sögðu inúítarnir…þá fór Hans á kostum…finnst mér…hann staðfærði bara Faðirvorið og skrifaði……”gef oss í dag vorn daglegann sel!! Klár kall hann Hans!  Það var kominn tími á ferskt loft og góða göngu. Héldum af stað upp úr hádegi og stefndum á hæstu punkta í Nuuk. Í miðjum bænum rísa tvær háar klettaborgir og lúrir stöðuvatn á milli. Við stefndum upp á aðra borgina og við hvert skref sáum við lengra og lengra inn í Nuukfjörðinn og lengra og lengra út á sjó. Fjallið Sermitsiaq  (“Litli jökull”á grænlensku og Söðullinn á dönsku) gnæfir yfir Nuuk ..hefur sérstakt aðdráttarafl og Steef missti sig gjörsamlega í myndatökum.

Við gengum niður að ísilögðu stöðuvatninu og gengum varlega út á það…ábyggilega rosafyndið að sjá svona tvo maura á ísnum…feta sig áfram…svo sáust alltíeinu bílför…ísinn þoldi a.m.k tonn!!  Jæja en við vorum fegin að komast á land og gengum nú upp á hina klettaborgina og ekki var síðara útsýnið þar…yfir gamla bæinn og höfnina. Við vorum orðin svöng og settumst niður hjá “cafe sinterclaus” og fengum heimabakaðar tertur. Þjóðminjasafnið var hinum megin við götuna og við brugðum okkur inn á það eftir tertuátið.  Þetta er frábært safn.! Allar upplýsingar svo hnitmiðaðar og safnið sjálft svo vel uppbyggt. Allt frá minnsta tupilak upp í stærsta umiaq..(bátur sem á að hafa getið dregið tonn…af hval…)..og múmíurnar frá 1400…ég stoppaði frekar stutt í því myrkva herbergi.Með hausana troðfulla af grænlenskum fróðleik, stikuðum við í Brugsen og keyptum brauð og banana. Um kvöldmatarleytið skokkuðum hér yfir holtið, til Krissu í mat. Dásamlegt kvöld í frábærum félagsskap auk Krissu og okkar komu dóttir Jónatans, Karen og maður hennar Lars og frænka hún Tove. Matseðillinn ekki af verra taginu…snjókrabbi (risastór og ljúffengur) grænlenskar rækjur, hreindýrakjöt og grænlenskt lambakjöt…sykraðar kartöflur a-la Gauti bróðir og sósur af dýrustu gerð…allar látnar “súnka”. Krissa hefur frá mörgu fróðlegu og skemmtilegu frá að segja m.a. frá þeim tímum sem Jónatan var í pólítíkinni…best fannst mér sagan af Alexöndru, fyrrum tengdadóttur Danadrottningar. Alexöndru voru gefin “kamiit” stígvél við þjóðbúningin þegar danska konungsfjölsk. kom eitt sinn hingað til Grænlands á Dannebrog í heimsókn. Alexandra mætti svo í  þeim í boð til Krissu og Jónatans…ekki vildi betur en svo að hún var í krummafót…Krissa bjargaði hneisunni sagði það þyrfti einmitt að  skiptast svona á til að eyða sólunum jafnt!!!

19.nóv

Allt breyttist í morgunn!!! Bóas frá NAPA kom og sótti Dúó Stemmu…og ekki fyrr en kl. .08.30!! Bóas er grænlendingur og vinnur í Norræna húsinu hér. Við keyrðum upp í “Árbæ” Nuuks. Komum alltof snemma og náðum einu kaffihúsi fyrir fyrstu tónleika kl. 10. Við vorum staðsett á miðjum gangi og það var sko töff skal ég segja ykkur! Mikill gjallandi og óróleiki. Krakkarnir tóku samt afskaplega vel undir og hlógu á sig gat. Við Steef urðum strax hissa á því að  krakkarnir voru með síma og nintendó í höndunum ..6-10 ára og tóku myndir og vídó stöðugt….þau höfðu séð okkur í sjónvarpinu og héldu ábyggilega að við værum STÓR stjörnur!!!  Þau umföðmuðu okkur svo á eftir að viðlá stórslysi…en sem betur gerðist ekki meira en að ég fékk flís í hendina þegar ég var að reyna að redda einu tréhljóðfæri frá falli…Rennblaut kvöddum við skólann..Bóas rann við heima hjá sér og pikkaði upp konu sína og dóttur. Þarna sátum við .dúó Stemma með grænlenskri famelíu í NAPA-bensinum og mér fannst það töff! Síðasti skólinn var í sjónmáli…síðasti skólinn í þessu samstarfsverkefni milli Færeyja, Íslands og Grænlands. Mikið erum við glöð og viðburðar-rík að hafa lent í þessu ævintýri….ég segi það sko enn og aftur! Krissa vinkona okkar mætti á staðinn (sagði okkur að þetta hefði verið æfingarskólinn hér áður fyrr) og nú gat sidste sjóv beginnet!! Börnin voru hress og við Steef í stuði…allt gekk upp og við þrömmuðum með alla krakkastrolluna á eftir okkur út á gang í Öxar við ána. Ég er svo handviss að mörg af þessum börnum sem við höfum spilað fyrir hér í Nuuk, eigi eftir að koma til Íslands…einhverjum fræjum var sáð! Krissa stakk upp á því eftir sýninguna að koma við í Hans Egede húsi…elsta húsi Grænlands…húsi sjálfs Hans …að-al- húsinu sem byggt var árið 1728 og hefur hýst að-al-fólkið í tímanna rás. Ráðskonan Anne var heima og Krissa vatt sér inn , enda heimavön og hefur haldið margar veislurnar þar með Jónatani sínum fyrir gesti og gangandi…hún hefur meira að segja plantað eina trénu sem lifir þar við vesturgaflinn…og áður fyrr ræktaði Krissa kartöflur og gulrætur í garðinum…því þar eru ánamaðkar!…Þeir lifa nú ekki stórkostlegu lífi innan um grænlenska grjótið skal ég segja ykkur!!  Við gengum í gegnum allt húsið og upp á loft…áður fyrr bjuggu þarna 35 manneskjur og undra ég mig ekki á því ..þetta er ótrúlega stórt…gamalt hús. Nú býr ráðskonana þar ein….þvílikir tímar sem við lifum á!. Bóas renndi með okkur Steef heim og við hentum okkur í rúmið….og sofnuðum vært. Garnagaulið vakti okkur…við reimdum á okkur skóna og gengum stórkostlegan hring niður að sjómannaskólanum og fórum þar niðrí fjöru . Einn einmanalegur ísjaki var á ferð  út Nuukfjörðinn á leið norður í Íshaf. Steinarnir eru svoooo fallegir hér að ég missti mig í flæðarmálinu og týndi fullt af steinum..amk 10 kg!!! Ætla að gefa þá í jólagjöf….er ekki enn kreppa????  Gengum í gegnum grænlenskan kirkjugarð sem er mjög merkilegt…því hér er varla jarðvegur…steinn um grjót frá stórgrýti til  hamrabelta.  Það er, í mesta lagi hálfur metri á milli grafa….þar er mjög þétt legið!. Hvítir krossar hver upp við annan og marglit silkiblóm prýða flestar grafirnar..Nú var virkilega kominn tími á smörrebröð…Ákváðum í framhaldi af því að hafa kósýkvöld heima…steikja lax og skála í rauðvíni….Nú erum við búin að innbyrða herlegheitin. Steef er sofnaður í leðrinu og ég er að leka út af. Við erum komin í frí…bíðum eftir að komast heim…eftir 3 daga…þá er næsta flug.

En við erum ekki illa haldin! Krissa ætlar að bjóða okkur í mat annaðkveld og Leise og konan hennar…þær ætla að bjóða okkur á sunnudaginn…og þar í milli verðum við á söfnum eða út á sjó! Sjáum bara til í hvaða ævintýrum við lendum!

18nóv.

Þetta er nú allt að koma ..vöknuðum vel útsofin kl. 07.30.  Þetta er að verða eins og Groundhog day…alltaf það sama á hverjum morgni…Leise á jeppanum við Steef í góðu stuði. Skólinn var í “Breiðholti” Nuuks og við bjuggumst við sjónvarpsvélum og allergræjer. Börnin birtust og við hófum tónleikana sem tókust mjög vel. Í kaffipásunni á kennarstofunni sagði skólastjórinn að sjónvarpleyfið sem þurfti frá foreldrum barnanna væri komið í gegn og nú yrði sko aldeilis tekið upp! Ég smurði extra lagi af varalit og við þrömmuðum á svið. Vélarnar voru á sveimi allan tímann og við keyrðum á fullu stími…ég missti mig aðeins í “það var barn í dalnum” gleymdi texta og bullaði heil ósköp…sem varð til þess að við fengum hláturskast…jú ..og Steef fann hvergi munnflísina sína sem hann notar þegar ég rappa “der bor en bager i Nörregade” og hvað gerði minn??..reif þykka límbandsrúllu og rappaði á hana með því að rífa upp límbandið í taktföstum rytma…snillingur!!!!! Eftir sýninguna báðu stöðvarnar tvær (GrænlandsTV og Nuukstöðin) um viðtöl. Grænlenska stöðin  var með grænlenskan fréttamann bauð upp á viðtal á grænlensku eða ensku…við völdum enskuna!!! En Nuukstöðin sem var í höndunum á dönum buðu einungis upp á dönsku. Dúó Stemma tæklaði viðtölin…á sómasamlegan hátt…held ég!?

Eftir þetta var kvenlega hliðin á dúóinu búin á því…ég fór heim og henti mér upp í rúm. Steef átti eitthvað eftir og ákvað að kíkja með Leise á síðustu sýningu Danjals og Búa (færeyjinganna) hér í Nuuk.Við hittumst síðan öll fjögur ásamt Leise í froskost í Katuaq á kostnað NAPA (Norræna hússinns) Af og til komu börn upp að glugganum þar sem við sátum og horfðu…og þegar við veifuðum urðu þau rosalega glöð…Öll börn í Nuuk á aldrinum 6-10 ára þekkja okkur!!! (Við eigum eftir aðeins einn skóla á morgunn) . Ákveðið var að þeir færeysku piltar kæmu í mat í læglíhiðina okkar Steefs seinna um daginn… þeir fara í flug heim til sín í nótt…  þeirra Listaleypaferðalagi er lokið…okkar lýkur á aðfaranótt þriðjudags. Við Steef tókum góða göngu niðrí Nýlenduhöfn og enduðum á Brugghúsi. Þar drukkum við grænlenskan bjór sem búinn er til hinum megin við þilið. Þessi drykkur hlýtur að hafa verið göróttur…því hugmyndaflugið tók þvílíkt á rás hjá okkur báðum…að við erum komin með drög að nýju Dúó Stemmu prógrammi!  Fórum heim og undirbjuggum mat …asíska súpu með norskum makríl, dönskum og frönskum ostum..rauðvín frá Chile og Þristar frá Góu… 2. færeyjingar 1. íslendingur og 1. hollendingur….góð blanda!  Steef húkir í leðrinu….kominn á fullt í sofisticated breskan krimma.  Síðustu tónleikarnir í fyrramálið…svo bara helgin í leti…eða kannski bregðum við okkur á frumsýningu á Harry Potter…dáldið flott…”manstu þegar við fórum á Harrý í Grænlandi elskan??”

17.nóv.

Grænlenskan sótti aftur að mér kl. 06…ég verð orðinn asskoti góð í henni eftir viku þar sem ég æfi mig dag OG nótt!  Leise var mætt á Bensanum kl 8.15 og við þutum með henni í 3 mínútur í skólann okkar. Skólinn leit út eins og fangabúðir að utan en bara huggulegur þegar inn kom. Við gerðum okkur klára og á mínútunni tíu í níu þustu 80 grænlenskir krakkar inn, dúðaðir í vatteraðar vetrarbuxur og úlpur og í þykkum vetrarbomsum.  Þau fóru úr “hömunum” og settust hálffeiminn á gólfið. Sýningin byrjaði og krakkarnir lifnuðu við og hlógu vel og innilega þegar Steef sló í hrossakjálkann. Leise sagði okkur eftir á að þau hefðu sagt “dú dú”..sem þýðir hreindýr…þau héldu að þetta væri hreindýrakjálki…því þau þekkja ekki hesta…hér eru engir hestar!  Börnin þökkuðu innilega fyrir og við fórum inn á kennarastofuna í kaffi og te.  Þar var okkur sagt að við hefðum verið í grænlenska útvarpinu um morguninn!…við erum fræg!!!    Næsta sýning var enn hressilegri þar voru nokkrir með slagverksgen og klöppuðu með okkur í öllum lögum.  Það er svo gaman þegar krakkarnir syngja Pitaq uma með okkur…þau verða svo glöð!! Þennan morgunn höfðu þessar 2 sýningar verið áætlaðar…en þar sem við erum orðin fræg…þá var einni sýningu bætt við. Það var fyrir aðallega dönsk  börn …..Leise sagði okkur að þar væri allt miklu afslappaðra….grænlensku börnin lærðu meiri aga! Það var satt sem hún sagði, börnin voru frakkari….og spurðu fleiri spurninga. Eftir þá sýningu vorum við Steef búin að “meika það” hópur af krökkum…aðallega stelpum elti okkur út um allt  með miklum látum og báðu um eiginhandaráritun og knús og  ogog…” við höfum aldrei heyrt eins skemmtilegt…”.Leise þurfti að bægja þeim frá…ég hugsaði til Bítlanna…aumingja þeir!! Nú var Dúó Stemma punkteruð….Leise skilaði okkur heim og við lákum beinlínis útaf…Eftir góðan miðdegisblund spenntum við á okkur bakpokana og gengum út í sólina og stilluna.. Dásamlegt veður…marraði í snjónum og kuldinn nartaði mjúklega í kinnarnar. Við gengum út og suður  og enduðum inn í kaffiteriunni í Katuaq.  Þar hittum við fyrir kennara frá því í skólanum í gær. Hún lofaði okkur í hásterrt og spjallaði lengi við okkur.  Héldum göngu okkar áfram í sólarlaginu ..ca hálf 5 og enduðum hjá Hans Egede…styttunni sem trjónar yfir Colonihavn. Þar horfðum við út á Nuukfjörðinn, baðaðann síðustu sólargeislum þessa dags…ógleymanlegt.  Við vissum að kollegar okkar Daniel og Búi frá Færeyjum væru komnir til Nuuk eftir að hafa spilað í skólum í suður Grænlandi. Við hittum þá prýðispilta og fórum við öll fjögur út að borða…lax sauðnaut hreindýr og grænlenskt lamb…það gerist ekki betra. Frábær harmónína á milli okkar og vonandi fáum við fleiri tækifæri að spila með þeim í framtíðinni ( við spiluðum með þeim í Norræna húsinu ásamt Mika  frá Grænlandi í lok okt.) Nú er Steef lagstur í leðrið og farin að horfa á enskan sakamálaþátt. Það verður spennandi í fyrramálið…þá kemur grænlenska sjónvarpið og einhver önnur stöð  og festir okkur á filmu…við verðum ódauðleg…hérna í Grænlandi a.m.k…og ég sem tók ekkert meik með mér….bara tólgina!

16. nóv Sváfum vel í lúxusrúmi…ég varð eitthvað óróleg upp úr kl. 06 og fór að rifja upp grænlenskuna mína… Kl. 08 vorum við Dúó Stemma komin út á hlað…tilbúin í fyrsta skólann í Grænlandi. Leise koma á jeppanum og við keyrðum í mínútu þá vorum við komin.! Nýlegur 500 barna skóli með frábærri aðstöðu til tónleikahalds. Við gerðum okkur klára og þrömmuðum inn á Öxar við ána.  Dásamlegt að horfa yfir þennan svarthöfða skara sem horfði á okkur með ákefð og námu hvert einasta orð af munni okkur…þó svo að þau skyldu ekkert! Tónleikarnir gengu frábærlega vel. Þau sungu hátt og skært með okkur “Pitaq uma”..sem er Meistari Jakob…og þau röppuðu með okkur í Atti katti nóa..( sem er EKKI grænlenska eins og sumir halda) ..við bara kenndum þeim lagið í gamni. Við áttum von á góðum viðbrögðum en þetta var alveg geggjað gaman (gegge dússí!!) Þau voru yyyyndislegir hlustendur. Eftir tónleikana sögðu kennararnir að þeir væru alveg steinhissa hvað börnin hefðu verið einbeitt…því vanalega væru einmitt þessir krakkar mjög órólegir á tónleikum og skriðu yfirleitt út um allt…nú sátu þau opinmynnt  og áköf.!! Við héldum tvenna tónleika í þessum skóla og við Steef vorum í skýjunum á eftir…þvílík viðbrögð! Krakkarnir svo einlæg og falleg komu mörg til okkar og kvöddu með handabandi. Þegar þessu var lokið og við fengið nýbakaðar kleinur að launum keyrði Leise okkur um Nuuk og nágrenni og sýndi okkur helstu staði bæjarins og enduðum við í Katuaq ( norræna húsinu). Þar var íslensk kaupstefnuráðstefna í gangi…og við fórum á beit…ísl. flatbrauð með hangiketi og skyr með ummmm! Ráðið hafði verið að við spiluðum á þessari kaupstefnu og gengum við frá þeim málum…hvar og hvenær við skyldum spila…um kvöldið. Nú ætluðum við að slaka á heima í Lúxóinu okkar…en þá hringdi Krissa (vinkona Helgu Pálinu og ekkja Jónatans Motzfelds) og við renndum af stað í nýtt ævintýri með henni. Hún þekkir Nuuk..Grænland út og inn og ALLIR þekkja hana. Við gengum ekki tvö skref með henni þegar fólk hægri og vinstri vatt sér upp að henni og heilsaði. Það var líka að samhryggjast með henni því Jónatan féll frá fyrr í mánuðinum. Hún sagði okkur frá heilmörgu og keyrði okkur á mjög áhugaverðastaði ss “brettið” þar sem veiðimenn selja bráð sína…nýveidda. Þar mátti sjá æðarendur stuttnefjur karfa..seli..hreindýr..þeas innvolsið….allt frá görnum upp í fjaðurhama. Því miður á að leggja þennan stað niður í janúar….og færa þessa villtu verslun inn í verslunarkeðju….tímamót… Við keyrðum að húsinu þar sem hún og Jónatan bjuggu í  12 ár ..hús við hafið með ótrúlegu útsýni. Eftir kaffihús og spjall keyrði Krissa okkur heim og við réðum hana sem rótara…fyrir kaupstefnugiggið. Hún kom 2 klst síðar og sótti steinana og okkur! Við upp á efstu hæð á Hans Egede hótel…þar var samankominn stór hópur íslendinga dana og grænlendinga. Dúó Stemma stillti strengi sína og steina og lék á alls oddi! …og fengum miiiiiikið hól fyrir. Íslendingarnir voru stoltir með okkur og við ánægð eftir viðburðarríkan dag!  Steef er sofnaður hér í leðursófanum…mál að linni. Meira á morgunn. Takuss!

15 nóv. Við erum lögð af stað til Grænlands. Mættum á Reykjavíkurflugvöll 18.45 glöð í bragði. Solla og Tómas höfðu veifað okkur með brosi á vör á Öldugötunni og ekkert er til betra veganesti en  glaðlegt kveðjubros.  Við vorum komin út í Fukkerinn …og út á braut..þegar ákveðið var að kanna betur ástand flugvélarinnar..sem virtist ekki í lagi…við öll inn í flugstöð aftur og biðum í góðan hálftíma. Ég varð eiginlega bara hálf feginn…gat talað við Jakob sem var að leika í Skrekk..þurfti aðeins að peppa hann upp því Hagaskóli komst ekki í verðlaunasæti, en hafði þó staðið sig með mikilli prýði. Jæja aftur skunduðum við út í nýja vél…það var ekki Fokker…heldur Dash 8 og með henni komumst við allaleið…hálfheyrnarlaus þó að lokum þegar við lentum í Nuuk eftir 2og hálfan tíma. Það var stórfenglegt að horfa niður á Grænland úr myrkrinu. Eina lýsingin var hálfur máninn…en hann lýsti svo hraustlega upp að við gátum séð útlínur á fjörðum og fjallstoppa. Af og til sáum við örfáar ljóstýrur…litlu bæirnir í skjóli fjarða. Við lentum í Nuuk 20.45 staðartíma…3klst tímamunur á Íslandi og Grænlandi. Leise forstöðumaður Katuaq og skipuleggjandi verkefnis okkar, beið okkar á flugstöðinni og við vorum keyrð eins og kóngafólk í lúxusíbúðarhótel sem verður okkar dvalarstaður næstu 7 dagana. Veðrið minnir mig á Akureyri..snjór frost þurrt…milt!! Dásamlegt!!!

22.10.2010

Sjá fleiri myndir hér

Pökkuðum í morgunsárið. Síðasti morgunmaturinn á hótel Streymi sem hefur verið heimilið okkar sl. viku og okkur hefur liðið svo vel þar. Jens var mættur í reseptsjónina glaður að vanda og Heidi kom líka og kvöddumst við með miklum innilegheitum.   Jens var farinn að   lesa bloggið mitt þegar við gengum út. Sami bílstjórinn sem sótti okkur út á flugvöll fyrir viku, kom að Norðurlandahúsinu og sótti okkur ..eins og þjóðhöfðingja. Hedvig stóð út á plani og bandaði umferðinni frá svo við gætum komist leiðar okkar..á flugvöllinn. Halldór Jóhannss. fékk líka far með þessum höfðingjavagni. Keyrðum eins og leið lá, í sól og stillu, til Voga. Margar hlýjar hugsanir streymdu um hugann minn. Þessi vika var einstök …við höfðum verið umvafinn svo miklum kærleik og gleði frá fyrsta degi… af …Hedvig Nikos og Norðurlandahúsinu, færeysku börnunum og kennurum þeirra..frænkum mínum Brynju og Þóru  og fjölskyldum þeirra., Báru og fjölsk í Nólsey….nýjum vinum færeyskum og íslenskum. Ta var ordelía stuttlit!!  Flugið gekk vel og við lentum í glampandi sól á Reykjavíkurvelli kl. 11.30. Solla og strákarnir sóttu okkur glöð í bragði. Við höfðum lofað strákunum færeysku gosi..SISU..ein lítil  flaska á mann. Meira þurfti ekki  til ..til að gleðja þá þessar elskur…(kíktum samt aðeins í tölvuleikjabúð í dag…)Þessu bloggi líkur þá að sinni…ég mun taka upp þráðinn 15 nóvember…þá er það Grænland!!! Ég þakka þeim sem lásu.  Bestu kv Dísa

21.10.2010

Vorum bara slök í morgunmatnum…síðustu tvennu tónleikarnir…og báðir hér í bænum. Okkur tókst þó samt að fara í rangan skóla í fyrstu en römbuðum svo í hríðarslyddunni á rétta skólann þ.e. aðventistaskólann hjá Höjvíkurtjörninni. Þar voru börnin svo öguð og kurteis að varla heyrðist múkk í þeim…til að byrja með…svo sprungu þau úr hlátri þegar Fía fór að  nudda stírurnar úr augunum. Óskasteinarnir gengu svo vel að ég fékk tár í augun þegar ég horfði yfir hópinn sem “blúndaði” (loka augunum) og óskaði sér svo heitt..heimsfrið. Færeysk/ísl. kennslukona kom til mín og faðmaði vel og innilega…allir aðventistar hoppandi glaðir . Nú voru eftir síðustu tónleikarnir í æfingakennaraskólanum. Það var nú svo snúið að finna það hús að það endaði með því að við fengum leiðsögumann til að vísa okkur leiðina. Hann sagði okkur að húsið væri ekkert merkt…það vissu jú allir Þórhafnarbúar hvar “guli skúlinn”væri.! Vel var tekið á móti okkur…eins og allstaðar og við gerðum okkur klár. Við höfðum boðið Þóru frænku að koma á tónleikana og þarna birtist hún okkur til mikillar gleði ( hún vissi jú allt um gula skúlann) með son sinn Flóvin og Magnús ömmubarn. Sýningin rúllaði af stað og allir voru í svaka stuði! Börnin marseruðu svo að lokum er við spiluðum Öxar við ána….þetta var glæsilegur endir á tónleikaferð okkar Steefs hingað til Færeyja. Allir ánægðir og brosandi út að eyrum..einhverjum fræum hafði verið sáð…   Nú var haldið upp í Norðurlandahús að skrifa undir samning og hitta Nikos. Hann lagaði víóluna mína…stóllinn var rammskakkur og sálin á flakki…nú hljómar víólan miiiklu betur …með endurreista sál og hvað eina!  Matur í Norðulandahúsinu og svo heim á hótel. Þar sem það er svo hundleiðinlegt að fara í búðir…því allt er 2x dýrara…þá ákváðum við bara að sleppa alveg innkaupum í  Færeyjum  ..fara frekar í Kringluna á morgunn með strákunum okkar  ..og rasa þar út…svolítið.. ahhaha!!  Ævintýraþráin var ekki alveg búin…að lokum ákváðum við að skella okkur út í Nólsey…hér fyrir utan Þórshöfn. Þetta er 200 manna byggð…aðallega sama fjölskyldan með konungsblóð! Hér fyrr á öldum flúði skosk konungsdóttir  Maríanna ,með ástmanni sínum sem var ekki tiginborinn undan yfirráðum föður síns..kóngsins. Þau settust að í Nólsey og áttu þar börn og buru. Ég hafði kynnst á tónleikunum í Norðurlandahúsinu ísl/fær.kennslukonu, Báru sem er ættuð úr Nólsey og  býr þar ásamt manni sínum, börnum og barnabörnum. Við hoppuðum upp í Ternuna..ferjuna sem gengur reglulega yfir daginn milli Þórshafnar og Nólseyjar. Bára  tók á móti okkur á bryggjunni í Nólsey og gekk með okkur um þorpið og sagði okkur sögur af sínu fólki. Við erum  henni afskaplega þakklát ..hún sagði okkur svo margt um fólkið nú og þá…um svo margt sem stendur ekki í ferðabókum. Húsin er litfögur í eynni og mikið er af listafólki. Ég hafði einmitt mér til mikillar ánægju, skoðað eina þykka listaverkabók hjá Sveinuri og Brynju um daginn. Allar myndirnar í bókinni eru málaðar út í Nólsey. allt árið um kring ..Steffan Danielssen. Við enduðum svo í kaffisopa heima hjá henni og fjölskyldunni. Þetta var eins og að koma í sveitina…allir svo rólegir og afslappaðir og engir bílar…..Hinum megin við sundið blikkuðu götuljósin í Þórshöfn. Við sigldum svo til baka í  rökkrinu og fullu tungli…eitt af þessum ógleymanlegu augnablikum… Þóra frænka og Martin Næs buðu okkur í kvöldmat. Synir þeirra báðir voru staddir í heimsókn með börnin sín og frænka Þóru ásamt manni sínum..Í forrétt var fíll!..! nei bíðið við….það vantaði ypsilon…fýll!  Það var í fyrsta skipti sem ég borðaði þessa fuglategund. Þetta var yndislegt kvöld hjá íslensk/færeyskri fjölskyldu ..frábær endapunktur á ferð okkar til Færeyja. Við höfum upplifað mikið með færeyskum börnum og kennurum….eignast frábæra vini ..notið hvers dags til hins ýtrasta…við erum afskaplega þakklát. Þakklátust erum við nú samt henni Sollu systur að hafa flutt inn á Öldugötuna þessa viku til að við gætum tekið þátt í þessu ógleymanlega ævintýri. Mæting kl. 9 í rútu til Voga í fyrramálið…um hádegisbilið bíður okkar lífsins ævintýrið  með  .Jakobi  og Tómasi.

20.10.2010

Vá..takið eftir dagsetningunni!!  Steef sé lof…að vetrardekkinn voru sett á í gær. Um 5  snjóþekja lá yfir Færeyjum..ísing á götum og glerhálka.  Við vorum komin út á hlað fyrir kl.7 til að skrapa af bílnum. Enginn skafa fannst í bílnum….ég var stressuð og vildi komast af stað til Fuglafjarðar..70 km..hljóp inn í eldhús og fann tertuspaða..sem reyndist alveg fyrirtaks ísskafa. Tókum Inge með okkur. Hún er frá Danmörku að vinna í Norðurlandahúsinu m.a. að magisterritgerð sinni. Hún var send með til að athuga viðbrögð barnanna við tónleikum okkar…já já maður er undir stöðugu eftirliti hahah! Umferðin var hæg og ekkert stress sem betur fer og við sigldum á 60 km hraða á áfangastað. Skóli sem minnti mig á Gagnfræðaskóla Akureyrar stóð í brattri brekku í miðjum bænum. Tórhallur tók á móti okkur og vísaði okkur í leikfimissalinn…sem var alveg eins og gamli leikfimissalurinn við Gaggann á Ak… bíddu er Fuglafjörður kannski vinabær Akureyrar? Ég las einhversstaðar að allir færeyskir bæir ættu vinabæi á Íslandi. Kannski senda þér vinarlega arkítekta líka á milli? Jæja en allavega við spiluðum og nú er ég orðinn svooo svakalega klár í færeyskunni að við fórum bókstaflega á kostum…á okkar hógværa hátt!..Börnin fylgdust vel með öllu og tóku frábærlega undir…og skildu allt!!! . Skólastjórinn kom svo til okkar á eftir upprifinn og glaður með tónleikinn. Áfram var haldið á næsta stað..Leirvík. Nú keyrðum við í slabbi, sólin var byrjuð að skína og snjórinn bráðnaði hratt á veginum. Hvítt var um að litast frá fjallstoppum niður að fjöruborði. Friðfinnur skólastjóri tók á móti okkur í Leirvík. Ég komst að því að hann er svili Þóru frænku Þórodds í Þórhöfn..lítill heimur.  Krakkarnir í Leirvík vita ekki hvað stress er…þau eru  dásamleg ..einlæg ..kurteis ..akkúrat eins og krakkar eru þegar þeim líður vel!  Djí…hvað var gaman að spila þarna..! Fórum í Effó (bensínstöðina) okkur leist ekki á pylsurnar og keyptum því sardínur í  tómatssósu og brauðbollur…namm namm! Nú var kominn ævintýrahugur í 2 Stemmu og við ákváðum að stefna til Saksun. Ég mundi eftir því að mamma var svo hrifinn af þessum stað þegar hún fór hingað fyrir 30 árum. Veðrið var hálf súrrelalískt…sól vindur hríð logn…just name it!  Frá þorpinu Hvalbak við Straumfjörð eru um 11 km niður að Saksun. Þetta er fyrsti dalurinn í Færeyjum sem við keyrum eftir. Það var klakabrynja á einbreiðum veginum og hjartslátturinn jókst hægt og hægt…eftir því sem dalurinn náði hærra og lengra…ekkert skyggni á tímabili…Svo alltíeinu stöðvaðist tíminn…Há snjóhvít fjöll girtum hamrabeltum komu í ljós…lítill fjörður sem beygði inn í landið…sjórinn spegilsléttur dimmgrænn.. tugir fossa streymdu niður fjallshlíðarnar. Gömul sveitakirkja hvítmáluð með grasþaki…Við stundum bæði tvö  af hrifningu… þetta var eiginlega ólýsanlegt….hef ekki á valdi mínu öll þau orð sem þarf til ..til að lýsa þessari upplifun. Við vorum ein í algjöru tímaleysi náttúrunnar. Gengum um í krapinu og reyndum að festa þessi augnablik í vitundina..eins mörg eins og við gátum! Á leiðinni heim var sólin farin að skína..vegurinn varð blár og gæsir komu hlaupandi í  áttina til okkar..vorum við að detta inn í ævintýri…eða vorum við ekki löngu fallin inn í það??  Í kvöld hélt það áfram allavega…við vorum boðin í lambalæri til Velbastaðar..í kúluhúsið til Hedvig og Nikos. Við vorum fyrstu matargestir þeirra í nýja  húsinu þeirra. jibbi ka jej! Frábært kvöld með litríkum og skemmtilegum vinum. Máninn skein skært og kamínan brenndi í óðaönn, viðarkubbum. Frábær dagur á enda. Steef er kominn í draumalandið og ég ætla að ná á honum þar….Síðasti tónleikadagurinn á morgunn….í bili. Það eru 2 skólar hér í Þórshöfn  og því enginn löng keyrsla í fyrramálið…..ég tók nú samt tertuspaðann með mér upp á herbergi ..til öryggis!

19.10.2010

Það verður æ fjörugra hér á morgnana. Í morgun var ekki þverfótað fyrir fólki í morgunmat…allavega 10 manns. Þ.a.m Halldór Jóhannsson faðir Önnu Rósu og Sigurgeirs frændfólks míns. Hann var að fara á norðurheimskautsráðstefnu í Norðurlandahúsinu ásamt 200 manns frá 8 löndum. Við Steef vorum líka að fara í Norðurlandahúsið að spila fyrir 300 börn frá Færeyjum!  Norðurlandahúsið var fullt af jakkaklæddum karlmönnum og endurskinsklæddum börnum. Jakkarnir fóru í minni salinn til vinstri en endurskinsvestin í stóra salinn til hægri. Frábærar viðtökur í frábærum sal með frábærum áheyrendum. Smápása og síðan tónleikar no.2 fyrir fleiri góða gesti á öllum aldri.  Íslensk kona klappaði mér á baki og hrósaði. Það kom í ljós að hún er kennari í Nólsey og bauð okkur Steef í heimsókn þangað ( 20 mín sigling með Ternunni)…sem við ætlum að þiggja á fimmtudaginn…mjög spennandi! Eftir seinni tónleikana skall á hundslappadrífa hér í Þórhöfn og allt varð hvítt á svipstundu. Við Steef vorum frekar óróleg því við eigum fyrir höndum 70 km leið á morgunn norður í Fuglafjörð…á sumardekkjum!! Því ákváðum við að koma við á bílaleigunni og fá vetrardekk. Allt gekk upp …við skildum bílinn eftir á leigunni sem var lengst upp í fjalli og gengum í sól og hríð niðrí bæ. Settumst inn á aðalræðisskrifstofuna og hittum þar skemmtilega Íslendinga og drukkum kaffi. Göngutúr um Tórshavn sem við erum nú farin að þekkja ansi vel. Pizza og lax á Marco Polo  og á leiðinni heim rákumst við á norðuskautajakkana og eina konu sem reyndist vera gömul skólasystir mín. Heim á hótel..smá snakk með Jens hótelstjóra sem var leiður yfir að hafa ekki komist á tónleikana okkar í dag..því sonur hans var veikur heima. Franskur krimmi með dönskum texta…Fuglafjörður og Leirvík í fyrramálið..vakninga kl. 6.30…þetta er sko HARK!!!!

18.10.2010

Vöknuðum bæði á mínútunni hálf 7. Þetta virðist vera rush our a.m.k hér á hótelinu því allt í einu var líf og fjör í morgunmatnum. 2 danir og 1 fullur færeyingur snæddu á sama tíma og við. Hedvig birtist kl. 7 og við brunuðum af stað út í myrkrið og rigninguna…klst akstur til Glyvra og Runavíkur þar sem fyrsti “tónleikurinn” átti að eiga sér stað. Við virtumst vera ein á ferð í norðurátt..allir hinir voru á leið til vinnu í Þórshöfn.  Í Runavík er nýr skóli og salur sem færeyingar eru stoltir af . Þar pökkuðum við Steef upp “dótið” okkar og biðum eftir 130 börnum ..sem þustu inn…rétt eins og íslensk börn, en hægðu á sér þegar þau sáu “veisluborðið” með hljóðfærunum. Sýningin hófst og ég var spennt að vita hvort þau skildu mig!!!..og svei mér þá..þetta var bara allt að virka og meira en það…við slógum á okkar hógværa hátt..í gegn jibbí ka jej! Á eftir hópuðust börnin í kringum okkur og hófu að spyrja spurninga…það var svo sætt…ég skyldi sumt og annað ekki…”þekkir þú Magga og Didda í Reykjavík” “ég er fædd í Reykjavík” eruð þið fræg á Íslandi?” o.s frv. Einn kennarinn …ljóshærð myndarleg kona sagði við Steef að dóttir hennar spilaði líka á svona steinaspil á Íslandi…hún heitir Eivör Pálsdóttir…lítill heimur þetta! Við fengum kaffiteogmeððí og tosuðum við heimafólk. Það er hálfasnalegt að tala ensku…við höldum okkur bara við íslenskuna ..með færeyskum hreim!!  Í hellidembu héldum við á næsta stað…Norðurskúli sem stendur við brúna yfir Atlandshafið . Frekar lítill skóli svo ákveðið var að bjóða bara öllu skólanum  á tónleikana 6-13 ára. Þau voru öll í hörkustuði og klöppuðu með og tóku vel undir í lögunum. Vildu ekki sleppa okkur í burtu og klöppuðu meira að segja fyrir okkur úti  þegar við yfirgáfum skólalóðina í hellirigningu. Keyrðum aftur til Þórshafnar sigurhreif og fórum beint í Norðurlandahúsið á ljósaæfingu fyrir tónleikana okkar þar á morgunn. Súpa og salat og…birtist ekki bara Benni Wilk. ..djí ég fékk hjartsláttatruflanir því við Steef héldum að hann væri kominn til Íslands að stjórna SÍ..en hann var semsagt að fara og gátum við kastað kveðju á hann og beðið hann fyrir kveðju heim! Við Steef áttum stefnumót við Sveinur í Íslensku aðalræðisskrifstofunni sem er í ótrúlega fallegu gömlu húsi í miðbænum. Hann gekk með okkur í 2 klst um Tinganes og gamla bæinn og sagði okkur sögur um hvert einasta hús og alla þá litríku færeyinga sem hann komst yfir.Við komust að því rauði liturinn á húsum í  Færeyjum er sérstakur embættislitur. Þennan rústrauða lit má eingöngu nota fyrir stjórnsýsluna!! Já  þetta var og verður okkur ógleymanlegt því Sveinur er gæddur þeirri sagnagáfu að vekja sögurnar til lífsins.  Ég fór meira að segja að gráta í Skansinum yfir óhamingju hálfsystkinanna sem voru hálshöggvin þar, sökuð um að hafa getið barn saman..sem reyndist vera ósatt. Systirin var látin eignast barnið og síðan tekin af lífi ásamt hálfbróður sínum..stúlkubarnið var látið lifa…eignaðist aldrei mann né börn og dó í hárri elli…þetta gerðist 1706..og var  þetta síðasta aftakan í Færeyjum…og þarna stóð ég og táraðist því Sveinur lýsti þessu eins og það hefði gerst í gær…  Dúó Stemma er þreytt en glöð ..eftir viðburðaríkan dag. Á morgunn spilum við í  Norðurlandahúsinu…konsert kl. 9.00  og 11.00 fyrir börnin í Nólsey Kollafirði og Tórshavn.

17.10.2010

Áttum morgunmatinn eins og hann lagði sig…sjáum ekki aðrar sálir á þessu hóteli EN við í Dúó Stemmu erum orðnir bestu vinir Jens hótelstjóra. Hann lærði á bassa í  eitt ár í FÍH fyrir 15 árum og bjó í Hátúni. ..eftir gott spjall með Jens æfðum við Steef færeysku versjónina á prógramminu okkar…mikið verð ég glöð eftir fyrstu tónleikana sem verða í fyrramálið kl.9…þá fyrst veit ég hvort færeyskan mín er að duga…jæja en allt hitt er pottþétt. Ferðahugur kom upp í okkur og við skelltum okkur í rigningu og roki upp í bíl og keyrðum sem leið lá til Kirkjubæjar…þ.e. Skálholt Færeyjinga. Hér fyrr á öldum voru 3 kirkjur takk fyrir..núna bara 2 ..og þar af ein virk..hin er rústir einar…en hvílíkar rústir…himinháir 500 ára gamlir steinveggir. Þessar minjar liggja undir skemmdum þvi var brugðið á það ráð að skella yfir múrinn þaki sem mun draga úr frekari rakaskemmdum. Ég kom hér fyrir 10 árum og sá kirkjuna þaklausa og varð hálf-skelkuð að horfa á þessa risastóru kirkjubeinagrind….í dag varð ég hálf-sorgmædd að sjá kirkjuna reyrða svona niður með þakgrind..en sem betur fer á að taka þakið þegar veggirnir eru þornaðir. Ótrúlegt engu að síður að standa inn í rústunum og þeyta huganum inn í fortíðina…hvað fór fram hérna í þessu risarými? Pláss fyrir hundruð manna? Keyrðum að Velbastöðum til Hedvigs (verkefnastj. okkar verkefnis) og mannsins hennar fiðlu og víóluleikarans Nikos Kapnas. Þau eru að byggja sér kúluhús í snarbrattri fjallshlíð. Sátum hjá þeim og ræddum um allt milli himins og jarðar. Nikos hafði komið til Ísl. á víóluráðstefnuna fyrir 5 árum og spilað ógleymanlegt verk eftir William Heinesen á víólu sem hann, Nikos bjó sjálfur til… ógleymanlegur maður ættaður frá Úsbekistan og Grikklandi..kvæntur finnsk/sænskri konu..búandi í Færeyjum! Kvöddum þau með boði um að koma aftur í mat í vikunni. Keyrðum heim 11 km til Þórshafnar í roki og rigningu. Gengum til Brynju frænku og Sveinur upp í Gundadal. Þar fengum við nýslátrað færeyskt lamb með færeyskum kartöflum og rófum…ótrúúuulega gott! Aðalræðismaður Ísl. í Færeyjum, Albert kom líka og þarna áttum við saman frábært kvöld. Sveinur er skemmtilegur sögumaður og fróður maður. Við fræddumst heiiilmikið um Færeyinga fyrr og nú  í kvöld og vorum leyst út með þremur bókum sem Sveinur hefur gefið út..um Færeyinga. Brynja lagfærði síðustu málvillur mínar í færeyskunni ..nú er það bara “Glyvrar ..here we come”..brottför kl. 07 í fyrramálið.!

16.10.2010

Ætluðum að ganga um í Þórshöfn og nágrenni í dag og hafa það frekar rólegt….. en Þóra frænka Þóroddsdóttir sem býr hér, kvatti okkur til að hoppa strax upp í bíl og keyra norður á Viðoy..norðar kemst maður ekki á bíl. Veðrið var gott og því enginn ástæða fyrir að hanga í Þórshöfn og mæla göturnar þar. Dúó Stemma hélt af stað út úr bænum.  Vegirnir liggja undir snarbröttum berghlíðum. ..allt er svo kunnuglegt en líka svo framandi…eins og að vera á aust og vestfjörðum í júní! Af og til keyrðum við í gegnum litfögur lítil þorp eða húsaþyrpingar með velhlöðnum steinveggjum. Hádegisbil á laugardegi ..og við fórum í leikinn.”.sá sem sér manneskju á lífi”…borgar ekki fyrir kvöldmatinn. Steef vann…hann spottaði  afturenda á konu í 7unda þorpinu sem við keyrðum í gegnum. Ég fylltist eftirvæntingu þegar við nálguðumst Götu, heimabæ Þrándar og Helenu Guttesen sem hefur kennt okkur Steef að “tosa ætt sindur föreyst” jú og hennar Eivarar blessaðrar. Við keyrðum út á malarveg og fengum frábært útsýni yfir Götuvík. Gengum um í Götu og fundum Samkeyp þar sem við keyptum jógúrt og brauð fyrir milljón kr. Kíktum á Þránd ..styttan af honum stendur 9o gráður út frá  risagrjóti…skil ekki alveg tilganginn…en allavega er þetta  ”cool”  Við erum farin að halda að hér sé ekki til neinn annar fatnaður en Hummel…hér eru ALLIR í Hummel ég meina það. ..á öllum aldri…þetta er ferlega fyndið…jú svo eru auðvitað færeyskupeysurnar ekki fjærri! Viðareiði á Viðoy er nyrsta þorpið í Færeyjum. Við vorum í spreng þegar við keyrum upp að húsi í þorpinu sem á stóð “matstova /kiosk. ohhh allt lokað og læst…kona fyrir innan sagði gegnum litla rifu á glugganum að ferðamannatíminn væri liðinn…allt væri lokað…en það væri hægt að fá kaffisopa úr sjálfsala í búðinni neðar í þorpinu. (sem reyndist svo óvirk..) Við gengum niður að kirkjunni og fyrrum vægast sagt erfiðu bátalægi.. Það var ótrúlegt að standa þarna á  klettunum með ólgandi Atlandshafið murrandi fyrir neðan. Hvað skyldu margir hafa látið lífið þarna..fyrr á tímum? Allar þessar klettastrandir  hljóta að hafa meitlað Færeyinga til og tekið úr þeim stressið og lætin..bara svona fílósófísk pæling…Á leiðinni til baka til Klakksvíkur…í þrengstu göngunum og elstu (pínu eins og Siglufj.göng) tók Steef upp á því að stoppa…inn í miðjum löngum göngum…hann vildi “fíla” þetta í botn…reif upp upptökutæki og tók upp umhverfishljóð í göngunum.. og söng ég vísur Vatnssenda Rósu fullum hálsi þarna inn í miðju fjallinu..það hljómaði óótrúlega vel…eins og í stórri dómkirkju…bara miklu betur!!..hverjum dettur annars í hug að taka upp hljóð inn í jarðgöngum? Klakksvík…fallegur fjörður..spes kirkja…ekkert kaffihús. Við til Leirvíkur að borga gangnatoll. Í Leirvík munum við spila á miðvikudaginn..þá ætlum við að keyra til Gjógv og Eiði og sjá Kallinn og Kellinguna fyrir utan ströndina. Það var farið að dimma og þokuský hrönnuðust upp. Við tókum stefnuna á Tórshavn í ljósaskiptunum og hlustuðum á færeyskar fréttir veðurfréttir OG andlátsfréttir. Nú er kominn nýr gestur á hótelið svo við erum þar þrjú í nótt….í tveimur herbergjum nóta bene!!! Fórum út að borða fyrir trilljón og æfðum prógrammið okkar…það styttist í fyrstu sýningu..kl. 9 á Glyvrum á mánud.morgunn. Talaði við Brynju frænku hún bíður okkur í færeyskt lambakjöt annaðkvöld nammmmm!!!

15.10.2010 Thorshavn Færeyjar

Full af eftirvæntingu lögðum við Steef af stað frá Reykjavíkurflugvelli um hádegisbilið í dag…til Færeyja. Dúó Stemma er lögð í útrás takk fyrir!  Lentum í Vogum þegar ég ætlaði að taka oversee-blundinn minn. Það er semsagt styttra en ég hélt. Sól og stilla ..það var eins og að lenda á Hornströndum um mitt sumar!  Ég gat nú ekki annað en hlegið af  Steef…svolítið geggjað að flytja með sér 13 kg af steinum í handfarangri til Færeyja .í svartri skjalatösku!  Varð steinhissa og bergnuminn þegar ég las nöfn okkar Steef við útganginn.. og Dúó Stemma! Þarna var einkadriver mættur á svæðið með heila rútu fyrir okkur. Ég varð svo upprifinn að ég fór að snakka við hann dansk og hélt uppi dágóðum samræðum á þeim 40 mín sem tók hann að keyra með okkur til Þórshafnar. Í Norðurlandahúsinu tók Hedvig á móti okkur. Hún er hjartað og hugurinn bak við þessa tónleikaferð. Hún talaði ýmist flæmsku færeysku ensku og dönsku við okkur og við náðum henni alltaf svona ýmist til skiptis ég og Steef. Við fengum afhenta vikudagskrá og 1 stk. bíl…Það verða 2x tónleikar á dag hér og þar um Færeyjar…spennandi! Við settumst upp í græna bílinn og keyrðum á fyrsta áfangastað..Hótel Streym niðri við höfn. Við tékkuðum okkur inn á færeysku og fengum að vita að við værum einu gestirnir á hótelinu,,hvort við vildum morgunmat kl.7? Við fengum að ráða og fengum hann færðan til kl. 9.30. Nú var hungrið farið að naga okkur að innan..Hentum töskunum inn í herbergið sem er víst svítan á hótelinu …með gott útsýni inn í vaxtarræktarstöð sem er hér steinsnar frá. Við erum í 5 mín. göngufæri frá miðbænum og það var dásamlegt að rölta um í kvöldsólinni um þessa fallegu þröngu göngustíga milli nýuppgerðra gamalla húsa. Fundum kjörbúð og 2 íslendinga á vappi. Veitingahúsið Marco Polo varð fyrir valinu í kvöld…þar höfðum við borðað með Sinfó félögum fyrir 10 árum.  Þar sátum við …einu gestirnir í kvöld…en maturinn var góður og vínið bragðgott. Nú sitjum við á rúmstokknum í svítunni okkar….og ráðgerum næsta dag…að fara kannski að Kirkjubæ…gangandi ( það eru svona 2klst). Fín upphitun fyrir vikuna. Ég er dálítið  spennt…hvernig munu færeysk börn taka okkur!  Mér sýnist allir vera sallarólegir hér og ég spurði stúlkuna í lobbíinu sem beið eftir okkur (Heidi)..hvar færeyjingar væru á fryggjakveldi?..hun brosti rólega og sagði…heima!..Já hvar annarssstaðar ættu þeir svosum að vera!? Meira á morgunn.

8 Responses to nýtt/blogg

 1. Helga Hjálmarsdóttir says:

  Góða skemmtun í Færeyjum, gaman að geta fylgst með ferðalaginu ykkar :)

 2. Tota says:

  Vel skrifad – hlakka til ad heyra meira…

 3. Solla í Víkurnesi says:

  Gaman að þessu. Gangi ykkur allt í haginn og góða skemmtun í Færeyjum – hlakka til að fylgjast með.

 4. Lilja Ásgeirsdóttir says:

  Duo stemma er bara frábært og skemmtilegt !

 5. Mikið er gaman að geta fylgst svona vel með ferðum ykkar í Færeyjum. Gangi ykkur allt í haginn í útrásinni.

 6. Helga Pálína says:

  Hæ, það liggur við að maður óski þess að þið verðið sem lengst þarna úti, svo maður geti haft þetta sem framhaldssögu á hverju kvöldi.
  Nei annars, ég hlakka til að fá ykkur heim.
  Gangi ykkur sem best áfram.

 7. Helena Guttesen says:

  Svo gott að heyra að það gangi ykkur vel ! Góða skemmtun :)

 8. Fríða á Skútustöðum says:

  Yndislega gaman að lesa um ferðir ykkar í Færeyjum. Dísa þú segir svo skemmtilega frá! Bestu kveðjur til ykkar og gangi ykkur vel í því sem þið eruð að gera. :)

Leave a Reply