Verkefni

TÖFRAVERÖLD TÓNA OG HLJÓÐA

Dúó Stemma býður upp á 30 mínútna uppákomu í tali og tónum í leikskólum og yngri bekkjum grunnskóla.

Herdís Anna Jónsdóttir (víóla) og Steef van Oosterhout (slagverk), hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, hafa sett saman skemmtilega og fræðandi dagskrá fyrir börn á öllum aldri. Í framhaldi af hinum vinsæla Jóni bónda  sem Herdís og Steef hafa flutt yfir 100 leikskólum og skólum hér á landi og í Hollandi, hafa þau nú búið til nýja hljóðsögu, söguna um Fíu frænku.

Dúó Stemma hlaut viðurkenningu frá IBBY samtökunum árið 2008 fyrir framlag þeirra til  barnamenningar á Íslandi.

Comments are closed.